Vill vestnorræna fríverslun

Kaj Leo Holm Johannesen, lögmaður Færeyja.
Kaj Leo Holm Johannesen, lögmaður Færeyja. Magnus Fröderberg/norden.org

Lögmaður Færeyja, Kaj Leo Holm Johannesen, vill að samið verði um fríverslun á milli Íslands, Færeyja og Grænlands og þannig myndað eitt fríverslunarsvæði á milli landanna.

Þetta var haft eftir Johannesen í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins en lögmaðurinn er staddur hér á landi vegna ársþings Vestnorræna ráðsins sem löndin þrjú eiga aðild að. Fyrir er fríverslunarsamningur á milli Íslands og Færeyja sem verið hefur í gildi frá árinu 2006.

Vestnorræna ráðið hvatti stjórnvöld í löndunum þremur í byrjun ársins til þess að mynda eitt efnahagssvæði með gerð fríverslunarsamnings á milli þeirra.

Frétt mbl.is: Vilja stofna vestnorrænt efnahagssvæði

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert