Gæti náð undir jökul

Nýju sprungurnar eru nær jökli en fyrr.
Nýju sprungurnar eru nær jökli en fyrr. Ljósmynd/Guðmundur K. Sigurdórsson

Ekki þarf mikið til að gos hefjist undir Dyngjujökli. Verði það af sambærilegum krafti og gosið í Holuhrauni myndi það hins vegar ekki kalla á hamfarahlaup í Jökulsá á Fjöllum. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur.

Í umfjöllun um eldgosið í Morgunblaðinu í dag segir Magnús Tumi breytingar á slóðum gossins og í jöklinum undirstrika það að enn séu töluverðar líkur á að gosið teygi sig undir jökulinn.

Hraunið í Holuhrauni heldur áfram að stækka og renni það eins hratt og það gerði í gær er mögulegt að það nái út í farveg Jökulsár á Fjöllum í dag, að sögn Pálma Erlendssonar, jarðfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Það ætti þó ekki að hafa mikil áhrif. „Það hefur ekki stórfengleg áhrif en það verða einhverjar sprengingar þegar glóheitt hraun rennur út í vatnið,“ sagði Pálmi í gærkvöldi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert