Ákærðir vegna aksturs um gosstöðvar

Photo/Guðmundur Karl Sigurdórsson

Þrír einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir að aka á tveimur bílum inn á gosstöðvarnar í Holuhrauni á föstudaginn síðastliðinn. Þetta staðfesti lögreglan á Húsavík í samtali við mbl.is fyrir skemmstu en samkvæmt henni mega þrímenningarnir, sem allir eru íslenskir, eiga von á vænni fjársekt.

Al­manna­varn­ir ítrekuðu í kjölfarið að öll um­ferð um lokaða svæðið norðan Vatna­jök­uls við gosstöðvarn­ar væri bönnuð. Samkvæmt tilkynningu al­mannavarnar­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra stafar hættan aðallega af vatns­flóðum, eitruðum gas­teg­und­um, hraun­rennsli og steinkasti.

„Það hefur annars ekki mikið borið á því að fólk sé ekki að virða þessar reglur. Flestir hafa nú skilning á því að þetta er ekki svæði fyrir Pétur og Pál,“ bætir fulltrúi lögreglunnar á Húsavík við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert