Of fáir bekkjarskólar?

Gömlu bekkjarskólarnir eins og Menntaskólinn í Reykjavík og Verzlunarskóli Íslands, …
Gömlu bekkjarskólarnir eins og Menntaskólinn í Reykjavík og Verzlunarskóli Íslands, fá að jafnaði bestu nemendurna til sín. mbl.is/Eyþór

Í úttekt sem gerð var á Verslunarskóla Íslands fyrir menntamálaráðuneytið kemur fram að nemendur með laka meðaleinkunn virðist eiga litla möguleika á að sækja framhaldsskóla með bekkjarkerfi.

Aðhald bekkjarins gæti einmitt að mati höfunda úttektarinnar hentað nemendum með laka náms- og félagslega stöðu. Þá kemur einnig fram að nemendur sem eiga auðvelt með nám virðast oftar ná árangri óháð kerfi.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ingi Ólafsson, skólastjóri Verslunarskóla Íslands, mikla ásókn í bekkjarskóla á borð við Verslunarskólann og Menntaskólann í Reykjavík gera að verkum að þeir skólar geti að jafnaði valið úr hópi bestu nemenda úr grunnskóla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert