Stærsta vél sem lent hefur á vellinum

Vélin er enn á Reykjavíkurflugvelli.
Vélin er enn á Reykjavíkurflugvelli. Ljósmynd/Gunnhildur

Herflugvélin sem lenti á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi varð að lenda þar vegna lélegs skyggnis í Keflavík. Að sögn Friðþórs Eydal hefur líklega þurft að að hvíla áhöfn eða taka eldsneyti og því átti vélin að millilenda í Keflavík.Vélin er enn á Reykjavíkurflugvelli. 

Ómar Ragnarsson greindi frá því á bloggsíðu sinni í nótt að vélin væri langstærsta flugvél sem þar hefði lent og staðfestir Friðþór það í samtali við mbl.is. 

Vél­in er belg­mik­il og get­ur meðal ann­ars flutt margra tonna skriðdreka og önn­ur her­gögn á milli landa. Aðspurður sagðist Friðþór ekki vitað hvað er um borð í vélinni að þessu sinni. 

Vélin er af gerðinni Boeing C-17 Globema­ster III og er frá Bandaríkjunum. Um er að ræða her­flutn­inga­vél sem þróuð var af banda­ríska flug­véla­fram­leiðand­an­um Boeing fyr­ir Banda­ríska loft­her­inn. Mun fleiri þjóðir not­ast hins veg­ar við C-17 vél­ar, meðal ann­ars Bret­land, Ástr­al­ía, Kan­ada, Ind­land og Kat­ar.

Þá má geta þess að há­hyrn­ing­ur­inn Kei­ko var flutt­ur hingað til lands frá Banda­ríkj­un­um með C-17 her­flutn­inga­vél.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert