Stöðugur straumur að Gunnuhver

Stöðugur straumur fólks hefur verið við Gunnuhver til að skoða …
Stöðugur straumur fólks hefur verið við Gunnuhver til að skoða óróann. Víkurfréttir/Hilmar Bragi

Stöðugur straumur fólks hefur verið að Gunnuhver eftir að vart var við aukna virkni í honum. Svæðið umhverfis hverinn er enn lokað. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Grindavík segir svo verði áfram en aðstæður metnar dag frá degi.

„Svæðið sem slíkt er ekki lokað. Einungis útsýnispallurinn umhverfis hverinn. Það er alveg hægt að ganga þarna  um,“ segir Sigurður Bergmann, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Grindavík.  Hann segir að lögreglan sé ekki með viðvarandi vakt á svæðinu en farið er að honum daglega til að kanna aðstæður.  

Að sögn Sigurðar hefur verið stöðugur straumur af fólki sem komið hefur til að skoða óróann í hvernum. Hann segir að fólk hafi til þessa farið varlega og að hann viti ekki til þess að neinn hafi farið of nærri. „Það er í sjálfu sér engin hætta af þessu nema í ákveðinni vindátt. Ef að vind stendur af hvernum og yfir á pallinn. En eins og vindáttin er búin að vera undanfarna daga, þá er spurning hvort að það hefði þurft að loka þessu,“ segir Sigurður.

Gunnuhver úr lofti
Gunnuhver úr lofti Víkurfréttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert