Ræða heilsugæslu og TiSA-samning

Tvær sérstakar umræður fara fram á Alþingi í dag en þingfundur hefst klukkan 10:30. Annars vegar um svonefndan TiSA-samning, fjölþjóðlegan samning um þjónustuviðskipti, og er málshefjandi Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Til andsvara verður Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Hefst umræðan klukkan 11:00.

Hins vegar fer fram sérstök umræða um stefnumótun í heilsugæslu. Málshefjandi er Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, en til andsvara verður Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Umræðan hefst klukkan 11:30.

Frétt mbl.is: Viðræðum ekki haldið leyndum

Frétt mbl.is: Ísland í leynilegum viðræðum um TiSA

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert