Hjólabrautir meðfram þjóðveginum?

Fyrir 8 árum síðan stofnaði hollenski verkfræðingurinn Taco Anema fyrirtækið QWIC sem framleiðir rafmagnshjól. Nú nota 600 þúsund manns rafmagnshjól í Hollandi einu, Taco hélt erindi á nýafstaðinni Samgönguviku en hann telur tímabært að hefja gerð hjólabrauta meðfram þjóðveginum líkt og gert sé í Evrópu. 

Fyrirtækið hafði það eina markmið í upphafi að þróa samgöngumáta á tveimur hjólum sem yrðu knúin með rafmagni. Á þeim tíma var samkeppnin ekki mikil og nú eru QWIC hjólin seld í um 350 verslunum í Hollandi, Belgíu og Þýskalandi. Nú seljast um 200 þúsund rafknúin hjól á ári í Hollandi en þar er byrjað að leggja sérstakar hraðbrautir fyrir rafmagnshjól og gera sérstök umferðarskilti fyrir fólk sem ferðast á þeim.

Anema er sannfærður um að hjólabrautir meðfram vegum hér á landi væru góður kostur fyrir ferðamenn sem myndu vilja njóta náttúrunnar, vegalengdir að ferðamannastöðum t.a.m. á Suðurlandi væru kjörnar fyrir fólk á rafmagnshjólum sem geti drifið allt að 160 km á einni hleðslu.

Hægt er kynna sér QWIK hjólin á rafmagnshjól.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert