Túlkar orð Sigmundar sem stefnubreytingu

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. mbl.is/Kristinn

„Ég túlka yfirlýsingu forsætisráðherra í New York sem svo að hún marki stefnubreytingu af hálfu hæstvirtrar ríkisstjórnar í þessum málum og ég fagna því að hann hafi þarna lagt nýja línu með formlegum stuðningi við yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna.“

Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, á Alþingi í dag þar sem hún gerði að umtalsefni sínu ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um loftlagsmál sem fram fór í New York í Bandaríkjunum í gær. Þar hafi ráðherrann meðal annars lagt áherslu á að styrkja gjaldtöku af losun kolefnis. 

Katrín sagði að þessi yfirlýsing færi ekki saman við gerðir ríkisstjórnarinnar. Vísaði hún þar til þess að stjórnin hefði lækkað kolefnisgjöld hér á landi síðastliðið vor. Þá stæði einnig til að lækka losunargjald vegna gjaldskyldrar losunar á gróðurhúsalofttegundum ef marka mætti frumvarp um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert