Hæstiréttur sýknar Þorvald

Hæstiréttur hefur sýknað Þor­vald Gylfa­son, hag­fræðipró­fess­or, af kröf­um Jóns Stein­ars Gunn­laugs­son­ar, fyrr­ver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ara. Málið var höfðað vegna skrifa Þor­vald­ar um orðróm þess efn­is að Jón Stein­ar hafi lagt drög að kæru til Hæsta­rétt­ar sem síðar hafi verið notuð sem átylla til að ógilda stjórn­lagaþings­kosn­ing­arn­ar. 

Hæstiréttur segir að Þorvaldur hefði ekki farið út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar og staðfesti því dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll 11. febrúar sl.

Málið var höfðað vegna skrifa Þorvaldar um orðróm þess efnis að Jón Steinar hafi lagt drög að kæru til Hæstaréttar sem síðar hafi verið notuð sem átylla til að ógilda stjórnlagaþingskosningarnar.

Jón Steinar fór fram á að ummælin yrðu dæmd dauð og ómerk, Þorvaldi gerð refsing, hann dæmdur til að greiða sér 2,5 milljónir króna í miskabætur og hálfa milljón til að kosta birtingu niðurstöðu dómsins í tveimur dagblöðum. Þá krafðist hann að sér yrði dæmdur málskostnaður að skaðlausu.

Greinina sem bar heitið From Collapse to Constitution: The Case of Iceland ritaði Þorvaldur í ritröð háskólans í München í Þýskalandi og var hún birt í mars 2012.

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Þorvald af kröfum Jóns Steinars og sagði í niðurstöðu dómsins að í orðum Þorvaldar Gylfasonar,hagfræðiprófessors, hafi ekki falist fullyrðing um að Jón Steinar hefði skrifað eina af kærunum til Hæstaréttar vegna stjórnlagaþingskosninganna og síðan úrskurðað um hana. Þorvaldur segi hins vegar að orðrómur sé á kreiki um að svo hafi verið, en að það sé ósannað. 

Frétt mbl.is: Frásögn af orðrómi ekki fullyrðing um atvik

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert