Vír strengdur yfir hjólabrú

Maðurinn féll af hjólinu þegar hann hjólaði á vírinn sem …
Maðurinn féll af hjólinu þegar hann hjólaði á vírinn sem einhver hafði strengt yfir brúna. mbl.is/Júlíus

Hjólreiðamaður slasaðist þegar hann hjólaði á vír sem einhver hafði strengt yfir hjóla- og göngubrúna yfir Elliðarárósa. Maðurinn sá ekki vírinn, en hann hafði verið strengdur yfir brúna í tæplega eins metra hæð.

Slysið átti sér stað um kl. 18 í gær. Maðurinn var að hjóla hring um Reykjavík eins og hann gerir oft. Hann kom á töluverðri ferð inn á nýju hjóla- og göngubrúna yfir Elliðarárósa, en brúin var mannlaus. Skyndilega tókst hann á loft og flaug á höfuðið vegna þess að einhver hafði strengt vír yfir brúna.

Vírinn var kirfilega bundinn og er ekki annað að sjá en einhver hafi gert það beinlínis til að valda slysi.

Maðurinn slasaðist talsvert. Hann er óbrotinn en vinstri öxl hans er illa farin. Það þurfti að sauma 10 spor á enni mannsins og hann er lemstraður og bólginn í andliti og víðar. Hjálmurinn kom í veg fyrir að enn verr færi.

Lögreglan er með málið til rannsóknar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert