Veðbankar hafa trú á Gunnari Nelson

Gunnar Nelson og Rick
Gunnar Nelson og Rick "The Horror" Story.

Veðbankar virðast hafa tröllatrú á að Gunnar Nelson muni leggja Rick "The Horror" Story á laugardaginn. Á Betsson er stuðullinn á að Gunnar sigri er 1.28, en er 3.75 fyrir andstæðing hans. 

Þetta þýðir að ef einhver leggur undir 1.000 krónur á að Gunnar vinni, þá fengi sá hinn sami 1.280 krónur til baka ef Gunnar vinnur. Sá sem veðjaði sömu fjárhæð á að Rick Story vinni á laugardaginn, fengi 3.750 krónur fyrir ómakið.

Sömu sögu er að segja af SkyBet, þar sem stuðullinn er 1.29 og 3.75. Að vísu hefur aðeins einn lagt þar undir, svo spágildi þess veðbanka er harla lítið.

Bardagi Gunnars gegn Story verður 15. bardagi Gunnars en hann er enn ósigraður, með 13 sigra og eitt jafntefli. Story, sem hefur milliviðurnefnið hefur aftur á móti barist 25 sinnum. 17 þeirra hefur hann unnið en tapað átta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert