Ungur maður með lífið framundan

Jón Gnarr segir að sér þyki vænt um að fólk vilji að hann bjóði sig fram til forseta í næstu forsetakosningum en hann hafi ekki ákveðið hvort hann muni láta til sín taka í stjórnmálum að nýju, þó hann telji ekki ólíklegt að það gerist með beinum eða óbeinum hætti. Nægur tími sé til stefnu.

Jón fékk 6 milljón króna verðlaunafé frá Lennon Ono Peace Fund í dag til að gefa til góðgerðamála og ákvað hann að það rynni til Kvennaathvarfsins eins og greint hefur verið frá. Hann segir að verðlaunin séu honum mikil hvatning til að láta frið og mannréttindi vera hans stærstu mál í hverju sem hann tekur sér fyrir hendur.

mbl.is ræddi við Jón eftir verðlaunaafhendinguna í dag um verðlaunin og möguleikann á framhaldi á stjórnmálaferli hans.

Hér má sjá brot úr ræðunum á verðlaunafhendingunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert