Segja fáa fjölmiðla óhlutdræga

Flokksráðsfundur Vinstri grænna fer fram um helgina.
Flokksráðsfundur Vinstri grænna fer fram um helgina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjallað er um fjölmiðla einni af ályktunum flokkráðsfundar Vinstri grænna sem fer fram í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði um helgina. Í ályktuninni segir að staða fjölmiðla hafi veikst mikið síðustu ár vegna margra samverkandi þátta og aðeins Ríkisútvarpið og litlir nýmiðlar á netinu séu óhlutlægir. 

„Erfiður rekstur, ör tækniþróun og hert tök eigenda á ritstjórnum hafa gert að atvinnuöryggi er lítið, starfamannavelta ör, reynsla vanmetin, ráðningar ófaglegar og kynjahlutfall mjög skert,“ segir í ályktuninni. Þá segir einnig að stjórnendur séu ráðnir til að veita hagsmunum eiganda brautargengi.

„Engum fjölmiðli er haldið úti til að flytja hlutlægar fréttir, nema Ríkisútvarpinu og litlum nýmiðlum á netinu, sem Kjarnin, Kvennablaðið og Nútíminn eru dæmi um. Ríkisútvarpið eitt stóru miðlanna gæti nálgast yfirlýstan tilgang blaðamennsku um að gæta hagsmuna þjóðarinnar jafn og segja frá staðreyndum, frekar en að stjórna þeim.

„Pólitísk stjórn er yfir Ríkisútvarpinu og hefur sú tilhögun jafnan sætt mikilli gagnrýni. Þó er svokomið nú, að eini fjölmiðillinn sem stjórnað er pólitískt, er jafnframt eini 35 fjölmiðillinn sem fólk telur sig geta treyst. Flokksráð VG skorar á Alþingi að verja fjárhag Ríkisútvarpsins í fjárlagafrumvarpinu og skila nefskattinum heilum og ósnertum þangað til framtíðar.“

„Jafnframt þarf að tryggja að Ríkisútvarpinu sé gert kleift að sinna hlutverki sínu, án þess að ganga lengra inn á leikvöll markaðarins og auglýsinganna en orðið er,“ segir í ályktuninni. 

Endurskoði „harða hægristefnu“




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert