12 beiðnir um afrit af tölvupóstum erlendis

mbl.is/Ernir

Embætti sérstaks saksóknara sendi 12 sinnum beiðnir um aðstoð erlendra stjórnvalda við rannsókn sakamála  sem fólu í sér ósk um aðstoð til að afla afrita af tölvupóstum á árunum 2010-2013. Átta beiðnir voru sendar til Lúxemborg, þrjár til Bretlands og ein var send til Bandaríkjanna. Engri réttarbeiðni var hafnað en ein var afturkölluð að ósk embættisins.

Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Helga Hrafni Gunnarssyni, þingmanni Pírata, um aðgengi handhafa rannsóknarheimilda að upplýsingum.

Við vinnslu svars við fyrirspurninni óskaði ráðuneytið eftir umsögnum allra lögregluembætta á landinu, þ.m.t. embætti sérstaks saksóknara. Svör bárust frá öllum embættunum nema lögregluembættunum í Borgarnesi og á Selfossi. 

Helgi spurði m.a. hversu oft á árunum 2010–2013 hefðu handhafar rannsóknarheimilda á grundvelli sakamálalaga og sérlaga sent inn beiðnir um afrit af tölvupóstum til erlendra yfirvalda og stofnana og hversu oft hefði þeim verið hafnað. Hann spurði á hvaða lagaheimildum slíkar beiðnir væru byggðar.

Í töflu 1 má sjá fjölda beiðna íslenskra stjórnvalda um aðstoð erlendra stjórnvalda við rannsókn sakamála og sem fólu í sér ósk um aðstoð til að afla afrita af tölvupóstum. Engri réttarbeiðni var hafnað en ein var afturkölluð að ósk rannsakenda hér á landi svo ekki reyndi á efndir. Í öllum tilvikum var um beiðni frá embætti sérstaks saksóknara að ræða.

Nánar hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert