Fyrsti kvenstjórnandi í 84 ára sögu Austurbæjarskóla

Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Austurbæjarskóla
Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Austurbæjarskóla mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir var í haust ráðin aðstoðarskólastjóri í Austurbæjarskóla, fyrsta konan í 84 ára sögu skólans. Hún leysir Héðin Pétursson af á meðan hann leysir af skólastjórann, Guðmund Sighvatsson, sem er í leyfi.

Til þessa hafa eingöngu karlmenn skipað stöðu skólastjóra og aðstoðarskólastjóra. „Það skemmtilegasta við skólann er hversu fjölmenningarlegur hann er. Nemendahópurinn er fjölbreyttur sem og starfsfólkið. Hér er mikill mannauður og fagmennskan er gríðarleg,“ segir Sigurlaug.

Stór hópur nemenda Austurbæjarskóla er með annað móðurmál en íslensku. Hún segir mjög vel tekið á móti þeim hópi í nýbúadeild skólans. Þar fái þau mikinn stuðning. „Allt skólastarf tekur mið af þessum fjölbreytta nemendahópi. Kennarar eru vanir að vinna með þessa flóru.“

Saga Austurbæjarskóla er löng, hann tók til starfa haustið 1930 og hafa margar hefðir skapast á þessum tíma. Síðast gegndi Sigurlaug stöðu skólastjóra við Hamraskóla í Grafarvogi. Sá skóli er miklu yngri eða um 20 ára. Sigurlaug segir skólana ólíka að mörgu leyti og lærdómsríkt að hafa samanburðinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert