Nemendur HA ánægðastir

mynd/Háskólinn á Akureyri

Nemendur við Háskólann á Akureyri eru ánægðastir allra nemenda opinberu háskólanna með gæði námsins við skóla sinn, en 91% þeirra eru mjög eða frekar ánægðir á meðan sambærilegt hlutfall við Háskóla Íslands er 87% og nokkuð lægra fyrir Landbúnaðarháskólann og Hólaskóla.

Vikudagur greinir frá þessu. Þar segir, að sama mynstur komi fram hjá núverandi nemendum og þeim sem séu útskrifaðir.

Þetta eru niðurstöður könnunar sem sem Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarmiðstöð HA hafa gert.

Fram kemur, að könnunin fyrir núverandi nemendur byggi á National Student Survey í Bretlandi og könnunin fyrir útskrifaða nemendur byggi á Destination of Leavers from Higher Education, en þetta gefur kost á alþjóðlegum samanburði þar sem sambærilegar kannanir eru gerðar m.a. í Bretlandi.

Tekið er fram, að ef skoðað sé hvaða skólar nái svipuðum árangri í Bretlandi og Háskólinn á Akureyri, þ.e. að 91% nemenda séu ánægð, þá sé það sambærilegt við niðurstöður fyrir háskólann í Exeter og Oxfordháskóla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert