Mengun hefur einnig áhrif á dýrin

Fylgjast þarf með dýrum á útigangi.
Fylgjast þarf með dýrum á útigangi. Eggert Jóhannesson

Matvælastofnun bendir dýraeigendum sérstaklega á að þegar varað er við háum gildum brennisteinsdíoxíðs (SO2) í lofti þurfi einnig að hafa í huga að mengunin hefur sambærileg áhrif á dýr og menn.

Segir frá þessu á heimasíðu stofnunarinnar.

„Áhrifin eru meiri því lengur sem dýrin eru útsett fyrir menguninni. Dýraeigendur þurfa að draga sem mest úr álagi á dýrin þegar magn brennisteinsdíoxíðs í andrúmslofti er hátt, s.s. hlaup, erfiða vinnu og streituvaldandi aðstæður.“

Brýnir Matvælastofnun því fyrir fólki að fylgjast vel með dýrum sem eru á útigangi og hýsa þau ef vart verður við einkenni á borð við roða í augum, hósta, öndunarerfiðleika eða hegðun sem bendir til að dýrin finni fyrir óþægindum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert