Óvenjumargir á Læknavaktinni

Fjölmargir bíða nú þess að hitta lækni á Læknavaktinni.
Fjölmargir bíða nú þess að hitta lækni á Læknavaktinni. mbl.is/Árni Sæberg

Fjölmargir bíða nú þess að fá að hitta lækni á Læknavaktinni á Smáratorgi í Kópavogi. Á sama tíma situr samninganefnd Læknafélags Íslands á fundi í húsi Ríkissáttasemjara þar sem tilraun er gerð til þess að binda endi á verkfallsaðgerðir lækna sem hófust á miðnætti.

Hjúkrunarfræðingur á Læknavaktinni segir nú óvenjumikla aðsókn vera, en fjölmargir eru sagðir bíða í röð við afgreiðslurýmið. Alls sinna nú þar fimm læknar vaktþjónustu, þar af einn sem undir venjulegum kringumstæðum myndi manna útkallsbifreið Læknavaktarinnar. 

Spurð hvort læknar komi til með að geta sinnt öllum þeim sem sækja vaktina heim í kvöld kveður hjúkrunarfræðingurinn já við en segist þó ekki vita hversu lengi fólk mun þurfa að bíða þar til það fær tíma hjá lækni.

Fyrr í dag sagðist Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar Læknafélags Íslands, ekki eiga von á því að sitja á löngum fundi í dag. „Við erum kom­in í verk­fall og það er dap­ur­legt,“ sagði hún í samtali við mbl.is skömmu áður en fundur í kjaradeilunni hófst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert