Hefur ekki áhyggjur af aðbúnaði barna á Vogi

Vogur
Vogur mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Umboðsmaður barna stefnir á að ræða við börn sem eru í meðferð á unglingadeildinni á Vogi en hann hefur á undanförnum árum haft verulegar áhyggjur af málefnum þeirra barna sem glíma við vímuefnavanda.

Rótin - félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda sendi umboðsmanni barna erindi þar sem fram kemur að félagið hafi áhyggjur af því að börn séu send til meðferðar á Vogi þar sem samgangur er við fullorðna.

Í svarbréfi umboðsmanns segir að hann hafi ekki haft ástæðu til að hafa áhyggjur af aðbúnaði barna á unglingadeildinni á Vogi. „Ef Rótin hefur ástæðu til að ætla að öryggi og velferð barna sé stefnt í hættu er brýnt að láta barnaverndina vita.“

Umboðsmaður bendir á að hann hafi heimsótt unglingadeildina á Vogi. „Í þeirri heimsókn kom meðal annars fram að unglingadeildin er einungis ætluð fyrir börn og ungmenni sem eru 19 ára og yngri og að sjúklingar af öðrum meðferðargöngum megi ekki fara inn á deildina.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert