Of lítið byggt til að mæta fólksfjölgun næstu ár

SI áætla að lokið verði við 1.200 nýjar íbúðir á …
SI áætla að lokið verði við 1.200 nýjar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári mbl.is/RAX

Samkvæmt talningu starfsmanna Samtaka iðnaðarins hefur nýjum íbúðum sem eru í byggingu á höfuðborgarsvæðinu fjölgað um ríflega 400 frá því í mars.

Jón Bjarni Gunnarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir alla fjölgunina í fjölbýli. Íbúðareiningum sem eru í byggingu í sérbýli hefur hins vegar fækkað frá síðustu talningu í mars.

Jón Bjarni segir aðspurður að fjöldi nýrra bygginga sé undir lýðfræðilegri eftirspurn fyrir nýjar íbúðir.  „Við teljum að það þurfi að framleiða 1.500-1.800 íbúðir á ári og miðað við að framleiðslutími sé 18-24 mánuðir á íbúð ættu jafnan að vera u.þ.b. 3.000 íbúðir í framleiðslu. Því eru þessar 2.400 íbúðir sem eru í framleiðslu í dag undir meðaltali og ekki þensla á markaðinum,“ segir Jón Bjarni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert