Gasmengun á höfuðborgarsvæðinu

Gasdreifingin í dag.
Gasdreifingin í dag. Mynd/Veðurstofa Íslands

Gasdreifingin úr eldgosinu í Holuhrauni liggur nú til vesturs og dreifist því gasmengunin yfir höfuðborgina. Í Grafarvoginum mældist SO2 styrkur í lofti 966 á hvern rúmmetra. 

Einnig mælist töluvert magn SO2 í Kópavogi (643) og í Norðlingaholti (607). 

Er slíkt magn SO2 slæmt fyrir viðkvæma og einkenni frá öndunarfærum líkleg hjá einstaklingum með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma. 

Er áfram spáð austlægri átt, svo áfram má búast við gasmengun á höfuðborgarsvæðinu á morgun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert