Borga árlega en sjá lítið eftirlit

mbl.is/Ómar

„Við greiðum nóg í gjöld en söknum þess að sjá ekki eftirlitið,“ segir Bessi H. Jóhannesson, framkvæmdastjóri lyfjasviðs Icepharma í Morgunblaðinu í dag.

Lyfjafyrirtækið greiðir árlega um 13 milljónir kr. í lyfjaeftirlitsgjald, sem rennur til Lyfjastofnunar, en að sögn Bessa komu eftirlitsmenn síðast í eftirlitsheimsókn til Icepharma 2009. Þar áður hafi eftirlitsmenn komið 1999 í Thorarensen Lyf, sem sameinaðist Icepharma fyrir um áratug.

Lyfjastofnun leggur árlegt eftirlitsgjald á fyrirtæki sem hún hefur eftirlit með, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Gjaldið er 0,3% af veltu óháð tíðni eftirlitsheimsókna og á að standa undir kostnaði við eftirlitið. Þeir sem eftirlit er haft með eru um 400 talsins um allt land og segir Mímir Arnórsson, deildarstjóri upplýsingadeildar Lyfjastofnunar, misjafnt hvernig eftirlitinu sé háttað eftir stærð og starfsemi fyrirtækja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert