Hafa yfirheyrt tvo vegna meints kynferðisbrots

Búið er að yfirheyra brotaþola og meintan geranda í málinu.
Búið er að yfirheyra brotaþola og meintan geranda í málinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búið er að yfirheyra brotaþola og meintan geranda vegna rannsóknar á meintu kynferðisbroti gegn fatlaðri konu sem dvelur á Sólheimum. Gagnasöfnun stendur nú yfir og stendur til að ljúka rannsókn málsins í þessum mánuði.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi barst ábending um meint kynferðisbrot fyrir rúmum mánuði. Ábend­ing­in barst ekki frá starfs­manni Sól­heima.

Maður­inn, sem grunaður er um að hafa brotið gegn kon­unni, er ekki starfsmaður staðar­ins og teng­ist hon­um held­ur ekki. 

Ekki feng­ust upp­lýs­ing­ar hjá lög­reglu hvort um eitt eða fleiri brot hafi verið að ræða. Þá er ekki vitað hvar meint brot á að hafa verið framið.

Frétt mbl.is: Rannsaka meint brot gegn fatlaðri konu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert