Ris í Bárðarbungu af mannavöldum

Frá Holuhrauni.
Frá Holuhrauni. mbl.is/RAX

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur vekur athygli á landrisi í Bárðarbungu eftir hádegi í dag í færslu á bloggi sínu.

Veltir hann fyrir sér hvort um truflanir eða sveiflur í GPS-mælum sé að ræða en hvort um sé að ræða breytta hegðun Bárðarbungu. 

„Ef til vill krítiskur tími fram undan. Risið virðist vera meira en 1.5 metri,“ skrifar Haraldur.

Hér er hægt að fylgjast með hæðarbreytingum í Bárðarbungu. 

Uppfært kl. 17.42

Að sögn Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings skýrist þessi skyndilega hækkun af því að mælirinn sem mælir hæðarbreytingu í Bárðarbungu var færður í dag. Hið skyndilega landris á svæðinu er því af mannavöldum. 

Mælinn var að fenna í kaf og því þurfti að færa hann. 

Uppfært kl. 17.47

Eftirfarandi tilkynning barst frá Veðurstofu Íslands: 

Upp úr hádegi í dag varð breyting á sigi í Bárðarbungu þ.e. hún hækkaði um ~ 1,5 metra á skömmum tíma. Ástæðan er sú að menn frá Veðurstofu Íslands voru að vinna við að hækka loftet GPS-stöðvarinnar þar sem stöðin var að fenna í kaf.

Veðurstofa Íslands
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert