Svifryk yfir heilsuverndarmörkum

Líklegt er að styrkur svifryks verði einnig yfir heilsuverndarmörkum í …
Líklegt er að styrkur svifryks verði einnig yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík í dag og á morgun. Mynd úr safni. Rax / Ragnar Axelsson

Styrkur svifryks (PM10) fór í gær, 10. nóvember, yfir sólarhringsmörk skv. mælingum við Grensásveg. Líklegt er að styrkur svifryks verði einnig yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík í dag, þriðjudaginn 11. nóvember og á morgun.

Í dag er hægur vindur, götur þurrar og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands litlar líkur á úrkomu fyrr en á fimmtudag. Klukkan 12.30 var hálftímagildi svifryks við mælistöðina á Grensásvegi 94 míkrógrömm á rúmmetra en sólarhrings heilsuverndarmörkin eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.

Bent skal á að svifryksmengun er mest í nágrenni við miklar umferðargötur en minni mengun er inn í íbúðarhverfum fjær umferð.  Í hægum vindi þyrlast ryk upp af götum og má búast við toppum í svifryksmengun á umferðarálagstímum á morgnanna, í hádeginu og í eftirmiðdaginn.

Hægt er að fylgjast með styrk svifryks á www.reykjavik.is/loftgaedi en þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík m.a. mælistöð á Grensásvegi. Loftgæðafarstöðvar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er að þessu sinni staðsettar annars vegar í Vonarstræti og hins vegar í Grafarvogi við leikskólann Sjónarhól,  Völundarhúsum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert