Glaðværir grísir í boltaleik

Í lok ágúst komu 7 kátir grísir í heiminn í Húsdýragarðinum. Líkt og aðrir grísir garðsins hafa þeir fangað athygli gesta enda eru svín skarpar skepnur og ýmislegt til lista lagt. Þeir geta tengst hundum tryggðaböndum og við fengum að fylgjast með er þeir léku við hundinn Kaffon í fyrsta skipti. 

Kaffon er í eigu Stellu Kristjánsdóttir, dýrahirðis í Húsdýragarðinum, en hún átti áður hund sem umgekkst grísi eins og þeir væru eigin afkvæmi að hennar sögn.

Svín eru enda víða vinsæl gæludýr og líklega er ekkert jafn vel þekkt og Esther the wonderpig sem á sér dyggan aðdáendahóp vestan hafs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert