Íslenska dýraríkið

Það er ýmislegt sem gengur á í dýraríkinu á Fróni. Hér er að finna myndskeið sem lesendur mbl.is hafa sent inn í gegn um tíðina af eftirtektarverðri hegðun dýra í umhverfinu.

Liggja á eggjum á umferðareyju

6.6. Tjaldar eiga það til að verpa á óvenjulegum stöðum og á umferðareyjunni við Þingvallaafleggjarann hefur tjaldapar legið á eggjum sínum undanfarnar vikur. Umferðin virðist ekki hafa mikil áhrif á þá en þeir gætu þó lent í vandræðum þegar eggin klekjast út og ungarnir fara á stjá. Meira »

Einhyrningur nýtur heimsfrægðar

26.4. Hrúturinn Einhyrningur sem býr í fjárhúsi á bænum Hraunkoti í Landbroti, er orðinn heimsfrægur. Fréttir um þennan einstaka hrút hafa nú þegar birst í fjölmörgum erlendum fjölmiðlum. „Hann er frægasti hrútur Íslands, það er alveg á hreinu,“ segir Erla Þórey Ólafsdóttir bóndi. Meira »

Lóan komin til landsins

27.3. Lóan er komin til landsins. Frá þessu var greint á Facebook-síðu Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands nú fyrir stundu. Fjórar heiðlóur sáust á flugi við Einarslund á Höfn í morgun og eru það sagðar fyrstu lóurnar sem fréttist af þetta vorið, sem ekki höfðu vetursetu á landinu. Meira »

Hvalirnir að vakna til lífsins

14.3. Mikið hefur sést af hnúfubökum, háhyrningum og höfrungum í hvalaskoðunum sem fara fram frá Reykjavík síðustu daga.   Meira »

Geiturnar éta jólatré með bestu lyst

8.1. Geitunum á Háafelli þykir fátt betra en að skræla börkinn af jólatrjám og taka þakklátar við þeim til endurvinnslu. Barrtré eru bæði lostæti og hollusta því þær þurfa trèni til að halda góðri heilsu og auk þess innihalda þau mikið af hollum bætiefnum. Meira »

Veittu fálkum frelsi við Bláfjöll

29.10. Náttúrufræðistofnun Íslands sleppti fyrr í mánuðinum tveimur ársgömlum fálkum lausum eftir að þeir höfðu verið hýstir í Húsdýragarðinum frá því í sumar. Um var að ræða kvenfugla sem var bjargað í sumar „grútarblautum“ eins og það er orðað í Facebook-færslu Náttúrufræðistofnunar. Meira »

Pirraðar kríur og ótrúir svanir

28.7. Margir kunna að halda að það séu aðeins endur sem synda um á Reykjavíkurtjörn en það er fjarri sanni. Fuglaáhugamaðurinn Aron Leví Beck leiddi mbl.is í allan sannleikann um fuglalífið á tjörninni en hann tístir fróðleiksmolum undir myllumerkinu #fuglatwitter. Meira »

Rjúpufjölskylda á skotvelli

7.7. Ferdinand Hansen, formaður skotíþróttafélags Hafnarfjarðar, birti heldur skemmtilegt myndband á dögunum sem hann tók. Í því má sjá rjúpu og afkvæmi hennar á æfingasvæði skotíþróttafélagsins, á velli fyrir svokallað ólympískt „skeet“, eða leirdúfuskotfimi. Meira »

Smyrill gæðir sér á kótelettu

8.6.2016 Kona kom á Náttúrustofu Vestfjarða í dag með smyril sem hún hafði náð úr kjaftinum á hundinum sínum. Fuglinn virtist vera aðeins skaddaður á væng en hafði góða lyst þegar honum var boðið kjöt í hádeginu. Meira »

Eyruglan gleymdi sér á kvisti

2.6.2016 Ljósmyndarar geta ekki alltaf gengið beint að viðfangsefninu og þegar myndað er úti í náttúrunni þurfa þeir oft að sýna mikla biðlund. „Ég hef beðið í nær sjö ár eftir því að ná almennilegri, birtingarhæfri mynd af þessari uglu, sem ég held að sé eyrugla, en ég er ekki fuglafræðingur,“ segir Már Jóhannsson. Meira »

Heimalningur sló í gegn

21.5.2016 „Maður sér sérstaklega á gömlum bændum að það kemur ákveðið blik í augun þegar þeir sjá dýr,“ segir Brynja Vignisdóttir, forstöðumaður öldrunarheimilisins Aspar- og Beykihlíðar á Akureyri, en í vikunni mætti einn starfsmaður með lítið lamb sem gladdi vistmenn mjög. Meira »

Svartur og smár nýbúi hér á landi

11.5.2016 Nýlega sást fjöldi blökkumaura á ferð um gólf gróðrarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings hjá Náttúrfræðistofnun, heyrir það til undantekninga að vart verði við maurahóp hér á landi, en svo virðist þó að þessi tegund maura hafi fest sig í sessi hér á landi. Meira »

Krían er komin

21.4.2016 Fyrsta kría vorsins sást í Óslandi í Hornafirði í gær, síðasta vetrardag. Þórir Snorrason sá kríuna og heyrði í henni um ellefuleytið í gærmorgun, að því er fram kom á Facebook-síðu Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands. Meira »

Öflugur hástökkvari í Mývatnssveit

30.3.2016 „Hún er mjög fjörug og dugleg að æfa sig,“ segir Egill Freysteinsson bóndi á Vagnbrekku í Mývatnssveit um tíkina Perlu en Árni Einarsson tók þessa skemmtilegu mynd af henni á dögunum þar sem hún stekkur hæð sína og eflaust meira en það við það að reyna að grípa snjóbolta. Meira »

Lóan komin til landsins

26.3.2016 Fyrr í dag sást til heiðlóu í fjörunni við Garðskaga á Reykjanesi. Landsmenn þurfa því ekki að bíða lengur eftir vorboðanum þetta árið. Meira »

Sást til flórgoða á Rauðavatni

6.5. Glöggur fuglaáhugamaður kom auga á flórgoða í þokunni sem var á Rauðavatni í gærkvöldi. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur, segir flórgoðan vera frekar sjaldgæfa sjón á Rauðavatni og fuglinn hafi ekki orpið á Rauðavatni frá því skömmu eftir aldamótin 1900. Meira »

Krían komin frá Suður-Íshafi

21.4. Krían er komin til landsins, nokkrum dögum fyrr en að meðaltali síðustu ár. Krían er harðduglegur fugl sem flýgur ár hvert til vetrarstöðva sinna í Suður-Íshafi að aflokinni sumardvöl á Íslandi. Vegalengdin, fram og til baka, jafnast á við flug umhverfis jörðina. Meira »

Lömbin komu öllum á óvart

16.3. Ær á bænum Vindheimum í Skagafirði kom eigendum sínum heldur betur í opna skjöldu þegar þeir fóru að gefa fénu í gær því hjá henni voru tvö nýborin lömb. Hafði ærin verið lambfull án þess að nokkur hefði hugmynd um. Um sex vikur eru þar til sauðburður hefst. Meira »

Kettir í sjálfheldu í snjóþyngslum

2.3. Snjóþyngslin sem landsmenn hafa fundið fyrir á undanförnum dögum hafa bitnað á ferfætlingum ekki síður en okkur mannfólkinu. Kisan Indíánafjöður var föst undir sólpalli í Hafnarfirði frá laugardegi fram á mánudagskvöld og tilkynnt hefur verið um fleiri sambærileg tilfelli. Meira »

Lóurnar gleðja vegfarendur í Grafarvogi

25.11. Heiðlóur á sandleirum í Grafarvogi hafa glatt vegfarendur síðustu daga, en þar hafa um 20 lóur haldið sig við volgrur nálægt fjörunni. Ungfuglar og lóur í vetrarbúningi eru flikróttar að ofan og ljósar að neðan. Meira »

Kind í Reykjadal er ferðamannastjarna

2.8. Mannblendin sauðkind hefur undanfarnar vikur haldið til við heita á í Reykjadal við Hveragerði, þar sem fjöldi ferðamanna baðar sig á degi hverjum. Ferðamenn hafa verið afar hrifnir af kindinni, og vinsælt hefur verið að taka „selfie“ með henni. Meira »

„Gobbagobbuðu“ hestana heim

15.7. Það kom lögreglumönnum á Suðurnesjum skemmtilega á óvart að finna tvo hesta þegar þeir voru kallaðir út vegna láta við svefnherbergisglugga íbúa í Reykjanesbæ fyrir nokkru. Grunaði hann að óprúttnir aðilar væru að sniglast í kringum húsið og hringdi þá á lögreglu. Meira »

Komu með illa farinn unga

9.6.2016 Fyrir nokkrum dögum komu nokkur börn með illa farinn þrastarunga í Dýralæknamiðstöðina í Grafarholti. Móðir ungans var hvergi sjáanleg og ákvað starfsfólk miðstöðvarinnar að taka hann að sér. Meira »

Gera sér hreiður í trjám

6.6.2016 Færst hefur í vöxt að hrafnar geri sér hreiður í trjám, einkum í grennd við Reykjavík. Er greni vinsælasta hreiðursstæðið.  Meira »

Blessaði bæði dýr og menn

22.5.2016 „Þetta tókst mjög vel og var vel sótt. Það komu um 80 manns, 21 gæludýr, 18 hundar, einn köttur og tveir páfagaukar,“ segir Sr. Bjarni Þór Bjarnason, sóknarprestur í Seltjarnarneskirkju, en þar fór í morgun fram gæludýrablessun. Meira »

Sauðburður hafinn í Laugardalnum

12.5.2016 Sauðburður er hafinn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum en ærin Bílda kom tveimur lömbum í heiminn í gær. Um er að ræða biksvarta gimbur og gráan hrút Meira »

Krían komin á Bakkatjörn

9.5.2016 Um helgina sást til fyrstu kríanna á Seltjarnarnesi. Á bilinu 100-200 kríur höfðu gert sig heimakomnar á og við Bakkatjörn sem er vel þekkt fyrir iðandi fuglalíf og var friðuð árið 2000. Meira »

Skógarþrastabylgja til landsins

15.4.2016 Vorboðarnir ljúfu, farfuglarnir, eru farnir að sjást þó enn sé vika, jafnvel tíu dagar, í að krían komi úr sínu langflugi.   Meira »

Stór hópur tjalda í Búðardal

27.3.2016 Farfuglar eru farnir að flykkjast til landsins og eru flestar tegundir farnar að koma hingað til lands einni til tveimur vikum fyrr en fyrir tuttugu, þrjátíu árum að sögn Jóhanns Óla Hilmarssonar, fuglafræðings. Meira »

Nýi kálfurinn heitir Emil

10.3.2016 Nautkálfurinn sem fæddist í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á mánudaginn hefur nú hlotið nafnið Emil. Sagt var frá því á mbl.is á þriðjudaginn að starfsfólk garðsins væri að leita tveggja ára afmælisdrengs sem hafði verið í fjósinu sama dag og kálfurinn fæddist og vildu þau bjóða honum að nefna kálfinn. Meira »