Með málið á heilanum í 40 ár

Haukur Guðmundsson (t.v.) og Valtýr Sigurðsson unnu að rannsókn Geirfinnsmálsins.
Haukur Guðmundsson (t.v.) og Valtýr Sigurðsson unnu að rannsókn Geirfinnsmálsins.

Liðin eru 40 ár í dag frá hvarfi Geirfinns Einarssonar, sem síðar varð eitt umfangsmesta sakamál Íslandssögunnar.

Einn þeirra sem komu að rannsókninni í upphafi var Haukur Guðmundsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður í Keflavík. Haukur segist lengi hafa verið sannfærður um að saklaust fólk hafi verið dæmt á grundvelli ófullnægjandi gagna og segist ekki hafa gefið upp alla von um að sannleikurinn komi á endanum í ljós.

„Ég er með málið á heilanum. Ég hef mikinn áhuga á því að sjá lyktir í þessu máli og hef alltaf haft,“ segir Haukur í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag.

Haukur skrifaði bók um málið árið 2010. Bókin heitir 19. nóvember og er þar vísað til þess dags sem Geirfinnur hvarf. Hann vann við rannsóknina frá því hún hófst í nóvember 1974 og fram í júní árið 1975.

Haukur segist sannfærður um að ýmis atriði málsins eigi eftir að líta dagsins ljós. „Ég hef mínar hugmyndir um málið og er viss um að þarna voru tveir eða fleiri gerningsmenn, ekki bara einn. Menn eiga ýmislegt til þegar þeir komast á efri ár og vilja gera ýmislegt klárt áður en þeir hitta Lykla-Pétur. Svo er það þannig að þjóð veit þegar þrír vita.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert