Mokveiði hjá línubátum Þorbjörns hf.

Tómas Þorvaldsson GK 10.
Tómas Þorvaldsson GK 10. Þorbjörn hf.

Línubáturinn Tómas Þorvaldsson GK 10 landaði 75,6 tonnum á Djúpavogi í fyrradag eftir aðeins þrjá daga við veiðar. Af því voru 72 tonn af fallegum þorski og þriggja tonna meðafli. Um borð er 14 manna áhöfn.

Hrannar Jón Emilsson, útgerðarstjóri línuskipa hjá Þorbirni hf. í Grindavík, sagði að báturinn hefði farið út á föstudag í síðustu viku og byrjað veiðar laugardaginn 15. nóvember. Beitingavél er um borð.

„Það er óvenjulega mikið fiskirí þarna núna og þetta er rosalega fallegur fiskur. Strákarnir vanda sig helling við að ganga frá þessu. Maður er mjög sáttur við fráganginn, því betur sem gengið er um fiskinn því hærra verð fæst fyrir hann,“ segir Hrannar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert