112 keppa á Íslandsmóti í BJJ

Írski bardagakappinn Conor Mcgregor í Mjölni. Keppendur í MMA eru …
Írski bardagakappinn Conor Mcgregor í Mjölni. Keppendur í MMA eru margir hverjir með undirstöðu í BJJ. Mótið fer hins vegar fram í Laugardalnum. mbl.is/Styrmir Kári

Íslandsmótið í uppgjafarglímu, brasilísku jiu-jitsu eða BJJ, verður haldið sunnudaginn 23. nóvember í húsnæði Ármenninga í Laugardal.

Mótið hefst klukan 10:30 og mun standa fram eftir degi. Keppt verður í átta þyngdarflokkum karla og þremur þyngdarflokkum kvenna. Að þeim loknum hefst keppni í opnum flokkum karla og kvenna þar sem öflugustu keppendurnir úr hverjum þyngdarflokki takast á.

Þetta kemur fram á heimasíðu BJJ sambands Íslands.

Enn eitt árið í röð hefur fjöldamet verið slegið í skráningu og hafa nú 112 boðað þátttöku sína á mótinu. Sérstaka athygli vekur rúm tvöföldun í fjölda kvenna, en 22 hafa skráð sig þegar þetta er skrifað. Hefur þyngdarflokkum kvenna verið fjölgað um einn í því ljósi frá síðasta móti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert