Evrópukeppnin sýnd á Skjánum

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. mbl.is/Golli

Evrópukeppnin í knattspyrnu sem fram fer sumarið 2016 í Frakklandi verður sýnd á Skjánum. Íslenska landsliði hefur náð góðum árangri í undankeppninni og spili þeir í Evrópukeppninni mun Skjárinn tryggja landsmönnum leiki Íslands í opinni dagskrá.

„Evrópumótið hefur ávallt verið stór viðburður á fjögurra ára fresti og verður enn stærri nú,“ er haft eftir Friðriki Friðrikssyni, framkvæmdastjóra Skjásins, í fréttatilkynningu. „Hvort tveggja kemur til að í fyrsta sinn leika 24 lið í úrslitunum og þessi möguleiki að Íslendingar eigi í fyrsta sinn lið á mótinu.“ 

Friðrik segir Skjáinn ætla leggja metnað í að skemmta landanum og standa vel að útsendingum. „Þetta er stórt verkefni sem við ráðumst í en hlökkum bara til.  Skjárinn sýndi enska boltann fyrir nokkrum árum ásamt öðrum íþróttum og við erum vel í stakk búin að tryggja landsmönnum taumlausa skemmtun sumarið 2016.“

Ragnar Sigurðsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson fagna …
Ragnar Sigurðsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson fagna marki gegn Hollendingum í síðasta mánuði. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert