Sýni tekin úr 165 þúsund manns

mbl.is/ÞÖK

Alls hafa nú um 165 þúsund manns verið þátttakendur í rannsóknum á vegum Íslenskrar erfðagreiningar frá því að fyrirtækið hóf störf fyrir 18 árum.

Forstjóri fyrirtækisins, dr. Kári Stefánsson, segir að aðeins lítill hluti af þessum þátttakendum hafi bæst við eftir að lífsýnasöfnun sem hófst sl. vor byrjaði.

„Við vorum búin að safna um 125 þúsund þátttakendum gegnum sjúkdómaverkefnin,“ segir Kári í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag. Þessi tenging við sjúkdóma veldur því að nokkur brenglun verður í þýðinu, hlutfallslega of mikið af miðaldra og eldra fólki vegna þess að safnað er sýnum úr fólki með sjúkdóma sem byrja tiltölulega seint á ævinni. Þess vegna hefði verið ákveðið að fá inn meira af ungu fólki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert