Kokkarnir komnir með tvö gull

Kokkalandsliðið við kalda borðið.
Kokkalandsliðið við kalda borðið.

Kokkalandslið Íslands vann í dag önnur gullverðlaun sín á heimsmeistarakeppninni sem stendur yfir í Lúxemburg. Í þetta sinn fyrir kalda borðið en áður hafði liðið unnið gull fyrir heita borðið.

„Þetta er frábær árangur hjá liðinu. Við höfum lagt nótt við dag að gera borðið einstakt. Síðustu 18 mánuði höfum við æft stíft fyrir keppnina og það er að skila sér með þessum árangri. Gull í báðum greinunum sem við kepptum í er virkilega ánægjulegt. Í kokkalandsliðinu er ungt fólk sem hefur náð vel saman í mjög ströngu ferli og hefur lagt gríðarlega mikið á sig í undirbúningnum,“ segir Þráinn Freyr Vigfússon, fyrirliði kokkalandsliðsins.

Heildarstigagjöf í keppninni og úrslit verða kynnt á morgun og kemur þá í ljós hvaða land ber sigur úr býtum. Myndir af kalda borðinu sem vann til gullverðlaunanna má sjá á Veitingageirinn.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert