Frátafir með þeirri grísku

Ferjan sem áhugahópur hefur skoðað siglir á milli grísku eyjanna.
Ferjan sem áhugahópur hefur skoðað siglir á milli grísku eyjanna. Ljósmynd/Sigurmundur G. Einarsson

Vegagerðin áætlar að gríska ferjan Achaeos geti ekki notað Landeyjahöfn fjórða hvern dag að meðaltali vegna djúpristu og lengdar og aðstæðna í og utan við höfnina.

Til samanburðar er þess getið að miðað er við að frátafir nýs Herjólfs verði 10%. Vegagerðin telur ekki ástæðu til að skoða frekar þennan kost sem áhugamenn kynntu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Kostir grísku ferjunnar og gallar eru tíundaðir í minnisblaði sem Vegagerðin hefur sent þingmönnum Suðurlands og ráðuneyti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert