Vilja Ragnheiði sem ráðherra

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Golli

„Ragnheiður hefur gríðarlega reynslu af stjórnsýslunni og ýmsum verkefnum er undir ráðuneytið heyra. Ragnheiður hefur setið á þingi frá 2007 og hefur ávallt sýnt mikla forystuhæfileika og heiðarleika í störfum sínum.“

Þetta kemur fram í áskorun sem 19 núverandi og fyrrverandi trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ hafa sent frá sér þar sem skorað er á Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, að skipa Ragnheiði Ríkharðsdóttur, þingflokksformann flokksins, sem innanríkisráðherra í stað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.

Áskorunin í heild:

Bæjarfulltrúar, varabæjarfulltrúar og nefndarmenn Sjálfstæðisflokksins, ásamt formanni Sjálfstæðisfélagsins og formanni fulltúaráðs sjálfstæðisfélaga Mosfellsbæjar skora á Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, að gera það að tillögu sinni að Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðismanna, taki við embætti innanríkisráðherra.

„Ragnheiður hefur gríðarlega reynslu af stjórnsýslunni og ýmsum verkefnum er undir ráðuneytið heyra. Ragnheiður hefur setið á þingi frá 2007 og hefur ávallt sýnt mikla forystuhæfileika og heiðarleika í störfum sínum. Hún hefur margvíslega reynslu og þekkingu eftir bæjarstjóratíð sína í Mosfellsbæ og störf sín sem kennari og skólastjóri þar og í Kópavogi. Hún hefur auk þess gríðarlega reynslu af stjórnarstörfum, m.a. hefur hún setið í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, í verkefnisstjórn um nýskipan lögreglumála og fleira.

Við teljum eðlilegt að Ragnheiður verði fyrsti kostur við val á ráðherra innanríkismála.

Undir áskorunina skrifa:

Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri

Hafsteinn Pálsson, forseti bæjarstjórnar,

Bryndís Haraldsdóttir, formaður bæjarráðs,

Kolbrún Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi,

Eva Magnúsdóttir, varabæjarfulltrúi,

Rúnar Bragi Guðlaugsson, varabæjarfulltrúi,

Karen Anna Sævarsdóttir, varabæjarfulltrúi,

Sigurður Borgar Guðmundsson, varabæjarfulltrúi,

Sturla Sær Erlendsson, varabæjarfulltrúi,

Hreiðar Stefánsson, formaður menningarmálanefndar,

Örn Jónasson, formaður umhverfisnefndar,

Dóra Lind Pálmarsdóttir, nefndarmaður í skipulagsnefnd,

Ólöf A. Þórðardóttir, formaður þróunar- og ferðamálanefndar,

Fjalar Freyr Einarsson nefndarmaður í fjölskyldunefnd,

Gréta Salóme Stefánsdóttir, varamaður í menningarmálanefnd,

Svala Árnadóttir, nefndarmaður í menningarmálanefnd,

Herdís Sigurjónsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert