Ernir flýgur með þá sem vilja ekki veltinginn í Herjólfi

Flugvél frá Erni.
Flugvél frá Erni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Flugfélagið Ernir hefur sett upp aukaflug næstu daga til að anna eftirspurninni eftir ferðum milli lands og Eyja. Kemur það til vegna bilunar í stýribúnaði veltiugga Herjólfs.

Ölduspá gefur ekki góð fyrirheit en veltiugginn hefur það hlutverk að passa veltinginn um borð. Hefur skipið aðeins siglt eina ferð á dag til Þorlákshafnar.

Sökum bilunarinnar hefur síminn verið rauðglóandi hjá Flugfélaginu Erni sem flaug tvær ferðir í gær og fer þrjár í dag. Áformaðar eru tvær ferðir á laugardag en nítján farþegar eru í hverri ferð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert