Selji eignir eða rifi seglin

Ríkisstjórnin hefur samþykkt líflínu til RÚV. Framlagið er skilyrt við …
Ríkisstjórnin hefur samþykkt líflínu til RÚV. Framlagið er skilyrt við árangur í rekstri. Að öðrum kosti verður ekki af framlaginu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ríkisútvarpið ohf. verður annaðhvort að fara í róttæka sölu eigna, eða stokka upp reksturinn, til að afla fjár svo félagið geti staðið við fjárhagsleg skilyrði sem sett eru fyrir 182 milljóna króna aukaframlagi fyrir lok mars nk.

Að öðrum kosti verður ekki af þessari fjárveitingu. Þetta hefur Morgunblaðið eftir áreiðanlegum heimildum úr stjórnkerfinu.

Umræddu 181,9 milljóna viðbótarframlagi er, eins og fram hefur komið, ætlað að vega tímabundið á móti skerðingu útvarpsgjalds, að því er fram kemur í umfjöllun um fjárhagsvanda RÚV í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert