Spyr um pyndingar á Alþingi

Birgitta Jónsdóttir er þingflokksformaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir er þingflokksformaður Pírata. mbl.is/Ómar Óskarsson

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hefur lagt fram skriflega fyrirspurn á Alþingi til innanríkisráðherra. Vill hún fá að vita hvernig brugðist hefur verið við tilmælum nefndar Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu til íslenskra stjórnvalda, um að lagfæra skilgreiningu pyndingahugtaksins í almennum hegningarlögum og tryggja með fullnægjandi hætti að pyndingar verði gerðar refsiverðar. 

Þá vill Birgitta einnig vita hversu margar kærur vegna brota á ofannefndri grein samnings Sameinuðu þjóðanna, bárust ríkissaksóknara á árunum 2011-2013, og hver afdrif málanna urðu í réttarkerfinu. 

Sjá þingskjalið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert