Jólasveinn tók strætó á stefnumót

Íslenskir jólasveinar þurfa engin hreindýr eins og hinn bandaríski starfsbróðir þeirra. Undanfarna daga hefur veður hinsvegar ekki hentað vel til göngutúra og því fékk Stekkjastaur far til byggða í nótt með strætó.

Hurðaskellir bróðir hans er ekki formlega væntanlegur ofan af fjöllum fyrr en 18. desember en ákvað þó að bregða sér í bæinn í fyrra fallinu. Herma heimildir mbl.is að hann hafi átt heitt stefnumót sem ekki mátti bíða.

Líkt og bróðir sinn nýtti Hurðaskellir almenningssamgöngur til að koma sér á milli staða. Jólasveinar eru með eindæmum glysgjarnir gæjar og því fékk Hurðaskellir krakkana á Álfhóli til að skreyta strætisvagninn.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert