34 fái íslenskan ríkisborgararétt

Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis hefur lagt fram frumvarp til laga um veitingu ríkisborgararéttar en lagt er til að 34 einstaklingum verði veitt íslenskt ríkisfang að þessu sinni. Málið var afgreitt úr nefndinni á fundi hennar í morgun að sögn Unnar Brár Konráðsdóttur, formanns hennar.

Fram kemur í greinargerð að allsherjar- og menntamálanefnd hafi borist 64 umsóknir um ríkisborgararétt á haustþingi. Lagt er til að eftirtaldir einstaklingar fái ríkisborgararétt:

1. Albina Rós Helgadóttir, f. 1976 í Rússlandi.
2. Alexandr Nazarov, f. 1965 í Úsbekistan.
3. Alexei Plugari, f. 1986 í Moldóvu.
4. Alexey Moroshkin, f. 1939 í Rússlandi.
5. Andrzej Andrusaitis, f. 2010 á Íslandi.
6. Aryam Tsegay Medhin, f. 1987 í Erítreu.
7. Atila Askarpour, f. 1971 í Íran.
8. Bnar Hussin Bapir, f. 1991 í Íran.
9. Colleen Mary Pétursson, f. 1936 á Bretlandi.
10. Elyas Sultani, f. 1981 í Afganistan.
11. Halima Mohammed Ali Ibrahim, f. 1970 í Vestur-Sahara.
12. Helgi Ólafur Magnússon, f. 1972 í Rússlandi.
13. Hörður Már Lúthersson, f. 1979 á Íslandi.
14. Inga Gula, f. 1965 í Lettlandi.
15. Isabel Alejandra Perez Diaz, f. 1996 í El Salvador.
16. Jia Chen, f. 1990 í Kína.
17. Karolina Agnieszka Ranoszek, f. 1985 í Póllandi.
18. Lika Korinteli, f. 1970 í Georgíu.
19. Liridone Bujupi, f. 1984 í Albaníu.
20. Maria Guiomar de Queiroz, f. 1968 í Brasilíu.
21. Meriem Rahmani, f. 1946 í Alsír.
22. Mohammed Awal Abdallah Zakaria, f. 1984 í Benín.
23. Otilia Hechavarria Carrion, f. 1968 á Kúbu.
24. Pawel Marek Maszewski, f. 1977 í Póllandi.
25. Rabih Jamili, f. 1976 í Marokkó.
26. Selamawit Mengistu Segni, f. 1980 í Eþíópíu.
27. Senay Guelay Okubu, f. 1984 í Eþíópíu.
28. Shernu Amadou Daillo, f. 1979 í Máritaníu.
29. Shkelzen Hilaj, f. 1978 í Albaníu.
30. Sigurbjörn Ari Pálsson, f. 2014 í Bandaríkjunum.
31. Sigurlaug Saga Pálsdóttir, f. 2014 í Bandaríkjunum.
32. Songphon Bonpimai, f. 1982 í Taílandi.
33. Tuan Xuan Nguyen, f. 1980 í Víetnam.
34. Wali Safi, f. 1977 í Afganistan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert