Dæmdur í 10 ára fangelsi

Héraðsdómur Norðurlands Eystra.
Héraðsdómur Norðurlands Eystra. mbl.is/Skapti

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í 10 ára fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega gegn tveimur ungum drengjum og þroskahamlaðri konu.

Maðurinn, sem er á fertugsaldri, var ákærður fyrir að hafa brotið gegn tveimur átta ára drengjum á heimili sínu í ágúst sl.  Fram kom við skýrslustökur að maðurinn hefði borið við minnisleysi. Maðurinn braut jafnframt kynferðislega gagnvart þroskahamlaðri konu. 

Ekki er búið að birta dóminn á vef dómstólanna, en saksóknari hefur staðfest niðurstöðuna í samtali við mbl.is.

Fram kemur í gæsluvarðahaldsúrskurði, að fram hafi komið við yfirheyrslur yfir manninum og drengjunum að maðurinn hefði komið að máli við drengina þar sem þeir voru við leik utanhúss á Akureyri og í framhaldi af því hafi þeir allir farið inn í íbúð mannsins þar sem hann braut á þeim.

Talinn var sterkur grunur að maðurinn hefði fengið drengina inn í íbúð sína undir hótun um að ella yrði lögregla kölluð á staðinn. Undir þeirri hótun hafi drengirnir fylgt honum í íbúðina þar sem þeir hafi verið á valdi hans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert