Einleikari sem skylmingarþræll

Hinn heimsfrægi norski píanóleikari, Leif Ove Andsnes, er staddur hér á landi til þess að spila á tvennum tónleikum í Hörpu. Mbl.is hitti Andsnes í gær þar sem hann var að velja flygil fyrir tónleikana. Það er að mörgu að huga þegar hljóðfæri er valið fyrir svona stóra tónleika. 

Andsnes er einleikari í kvöld á tónleikum Fílharmóníusveitar Lundúna og á dagskránni er meðal annars 5. píanókonsert Beethovens, eða Keisarakonsertinn eins og hann einnig nefnist. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert