Hornafjörður fór austur - og til baka

Ólöf Nordal innanríkisráðherra.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra. mbl.is/Golli

Innanríkisráðherra hefur ákveðið að Sveitarfélagið Hornafjörður skuli tilheyra umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi.

Eitt síðasta opinbera verk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem dómsmálaráðherra var að ákveða að Hornafjörður skyldi tilheyra umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi í stað Suðurlands. Ákvörðunin var umdeild og margir gagnrýndu hana harðlega.

Fram kemur á vef innanríkisráðuneytisins, að Ólöf Nordal innanríkisráðherra hafi skrifað undir reglugerð um umdæmamörk sýslumannsembætta sem taka á gildi um næstu áramót þegar umdæmum sýslumannsembætta fækkar úr 24 í 9. Þá hefur ráðherra skrifað undir reglugerð um umdæmamörk lögregluembætta og verða umdæmin framvegis 9 en þau voru áður 15. Breytingarnar eru meðal þeirra umfangsmestu á umræddum embættum á síðari árum. Hefur undirbúningur staðið lengi yfir og stjórnvöld átt víðtækt samráð við fjölmarga aðila.

„Í tengslum við breytingarnar á umdæmaskiptingu lögregluembættanna á Suðurlandi og Austurlandi ákvað innanríkisráðherra að láta gera úttekt á rekstrarforsendum lögreglunnar á Austurlandi. Á grundvelli þeirrar úttektar hefur innanríkisráðherra ákveðið að Sveitarfélagið Hornafjörður skuli tilheyra umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi,“ segir í tilkynningunni.

Fram kemur, að ný lög um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði hafi verið samþykkt á Alþingi í maí á þessu ári svo og breyting á lögreglulögum. Ný umdæmamörk embættanna séu ákveðin með reglugerðum eins og áskilið er í lögunum og þar sé einnig kveðið á um hvar aðalstöð lögreglustjóra og aðalskrifstofa sýslumanns sé í hverju umdæmi. Nýir lögreglustjórar og sýslumenn hafa verið skipaðir í embættin. Núverandi starfsstöðvar verða allar opnar áfram.

Umdæmi sýslumanna

Sýslumenn í umdæmunum 9 eru þessir:

 • Þórólfur Halldórsson í umdæmi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.
 • Ólafur K. Ólafsson í umdæmi sýslumannsins á Vesturlandi.
 • Jónas Guðmundsson í umdæmi sýslumannsins á Vestfjörðum.
 • Bjarni G. Stefánsson í umdæmi sýslumannsins á Norðurlandi vestra.
 • Svavar Pálsson í umdæmi sýslumannsins á Norðurlandi eystra.
 • Lárus Bjarnason í umdæmi sýslumannsins á Austurlandi.
 • Anna Birna Þráinsdóttir í umdæmi sýslumannsins á Suðurlandi.
 • Ásdís Ármannsdóttir í umdæmi sýslumannsins á Suðurnesjum.
 • Lára Huld Guðjónsdóttir í umdæmi sýslumannsins í Vestmannaeyjum.

Hin nýju embætti munu taka til starfa mánudaginn 5. janúar 2015 en 2. janúar verða embættin lokuð vegna umfangsmikilla tölvukerfiskerfisbreytinga hjá ríkinu vegna umdæmabreytinganna.

 • Reglugerð um umdæmi sýslumanna. Í reglugerðinni eru umdæmamörk skilgreind og tilgreint hvar eru aðalskrifstofur embættanna, hvar sýsluskrifstofur og hvar útibú.

Umdæmi lögreglustjóra

Landið skiptist í 9 lögregluumdæmi. Með lögreglustjórn fara lögreglustjórar sem hér segir:

 • Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.
 • Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Vesturlandi.
 • Karl Ingi Vilbergsson lögreglustjóri á Vestfjörðum.
 • Páll Björnsson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra.
 • Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.
 • Inger L. Jónsdóttir lögreglustjóri á Austurlandi.
 • Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi.
 • Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum.
 • Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.
mbl.is

Innlent »

Taktu mig hérna við uppþvottavélina

18:50 Það er sérstök stemning í Hafnarhúsinu þessa dagana þar sem nokkrir ungir karlmenn gutla á kassagítar og raula við klassískt atriði úr fyrstu alíslensku kvikmyndinni í fullri lengd, Morðsögu frá 1977. Meira »

Gáfu fósturgreiningardeild tvö ómtæki

18:37 Kvenfélagið Hringurinn færði fósturgreiningardeild Landspítala tvö ómtæki að gjöf og voru þau afhent formlega í þakkarboði sem haldið var Hringskonum í dag. Meira »

Tvær nýjar heilsugæslustöðvar?

18:30 Stefnt er að því að byggja tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri í stað núverandi húsnæðis heilsugæslunnar í miðbænum. Talið er æskilegt að byggja einnar hæðar hús og verði hvor eining um sig 1500 fermetrar að stærð. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Nolta. Meira »

Gráar kindur alltaf í uppáhaldi

18:25 Kristbjörg vissi ekkert út á hvað ræktun feldfjár gekk þegar hún fór af stað fyrir sjö árum, en hefur verið ódrepandi við að afla sér þekkingar. Í sumar fór hún til Danmerkur og Svíþjóðar þar sem Kristín og Anne feldfjárbændur voru sóttar heim. Meira »

Þyngdi dóm vegna skilasvika

18:22 Hæstiréttur Íslands hefur þyngt dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir Ara Axel Jónssyni vegna brota hans sem eigandi og framkvæmdastjóri Dregg ehf. á Akureyri. Meira »

Sæmundur Sveinsson skipaður rektor LBHÍ

18:10 Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, skipað í dag dr. Sæmund Sveinsson í stöðu rektors Landbúnaðarháskóla Íslands til eins árs frá og með 1. október 2017. Skipanin var gerð að fenginni tillögu háskólaráðs Landbúnaðarháskóla. Meira »

Eins og dómurinn hafi verið þurrkaður út

17:47 Anna Signý Guðbjörnsdóttir, eitt fórnarlamba lögreglumanns sem fékk uppreist æru eftir að hafa fengið 18 mánaða dóm fyrir kynferðisbrot, segist ekki hafa trúað því að hann hefði fengið uppreist æru er hún fyrst frétti það. „Mér líður eins og það sé búið að þurrka dóminn hans út,“ sagði hún í viðtali við RÚV. Meira »

Ein deild lokuð á dag vegna manneklu

17:50 „Við gerum þetta svona vegna þess að við viljum vernda deildarstarf barnanna,“ segir Fanný Heimisdóttir, leikskólastjóri í Sunnufoldar í Grafarvogi. Í næstu viku mun hún grípa til þess ráðs að hafa eina deild leikskólans lokaða á hverjum degi. Skýringin á þessu er mannekla. Meira »

Ólíklegt að efnin berist í notendur

17:30 Lítil hætta er talin á því að hættuleg efni berist í notendur gervigrasvalla í Kópavogi. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem gerð var á átta gervigrasvöllum bæjarins og sem Kópavogsbær kynnti í í dag. Meira »

Dæmdur fyrir líkamsárás gegn eiginkonu

17:19 Karlmaður á sjötugsaldri var í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa slegið eiginkonu sína ítrekað með krepptum hnefa í andlit, bak og brjóstkassa. Meira »

Tillaga Bjarna „óásættanleg“

17:08 „Mér finnst óásættanlegt hvernig þetta er sett upp,” segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, um tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um endurskoðun stjórnarskrárinnar í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum. Meira »

Icelandair dæmt til að greiða dánarbúi flugmanns 68,8 milljónir í skaðabætur

16:51 Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms Reykjavíkur frá því í júní sl. þess efnis að Icelandair ehf. beri að greiða dánarbúi fyrrverandi flugmanns félagsins 68,8 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna ólögmætrar uppsagnar árið 2010. Meira »

10 mánuðir fyrir ítrekaðan ölvunarakstur

16:25 Karlmaður á fertugsaldri var í dag dæmdur af Hæstarétti til að sæta fangelsi í 10 mánuði auk þess sem hann var sviptur ökuréttindum ævilangt. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í 13 mánaða fangelsi. Meira »

Stíga til baka og óska frekari gagna

15:59 „Þetta var gagnlegur fundur með umboðsmanni Alþingis og svaraði mörgum spurningum. Samt sem áður liggja eftir spurningar sem við vildum gjarnan fá svör við. Hvort það er enn þá tilefni til formlegrar rannsóknar eigum við eftir að meta.“ Meira »

Starfar í neyðarteymi í Karíbahafinu

15:19 Sólrún María Ólafsdóttir, sendifulltrúi og starfsmaður Rauða krossins á Íslandi er á leið í Karíbahafið þar sem hún mun starfa í svokölluðu FACT-neyðarteymi (Field Assessment Coordination Team) á vegum Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Meira »

Ósamhljóða í fordæmisgefandi máli

16:14 Heimilt er að ákæra menn fyrir meiri háttar skattalagabrot þó að þeir hafi áður sætt háu álagi ofan á vangoldna skatta. Þetta er niðurstaða dóms Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra. Meira »

MS safnar fyrir Kusu á Landspítalann

15:24 Söfnunarátakinu Mjólkin gefur styrk hefur verið ýtt úr vör fjórða árið í röð. Í ár verður meðal annars safnað fyrir tækinu Cusa sem fagfólk kallar gjarnan „Kusuna“ og nota við skurðaðgerðir á líffærum. Meira »

„Mikill stormur í vatnsglasi“

14:56 „Í mínum huga skiptir þetta verulegu máli. Það hefur miklu moldviðri verið þyrlað upp síðustu daga út af þessu máli. Mér finnst hinar greinargóðu skýringar umboðsmanns sýna að þarna hefur verið mikill stormur í vatnsglasi.“ Meira »
BÓKBAND
Bókasafnarar athugið. Eggert Ísólfsson bókbandsmeistari tekur að sér allar gerð...
Honda tanktaska
Góð original Honda tanktaska sem passar á flestar tegundir hjóla af Hondu. Seg...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Hornstrandabækurnar fyrir fróðleiksfúsa!
Hornstrandabækurnar Allar 5 í pakka 7,500 kr. Upplögð afmælis og tækifærisgjöf....
 
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...