Segja að viðræður „gangi afturábak“

Óvíst er hvaða áhrif verkfall flugvirkja hefur á Gæsluna.
Óvíst er hvaða áhrif verkfall flugvirkja hefur á Gæsluna. mbl.is/Árni Sæberg

Samningafundur Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins hefst í dag klukkan eitt hjá ríkissáttasemjara.

Lítið hefur komið út úr fyrri fundum að sögn Maríusar Sigurjónssonar, formanns samninganefndar flugvirkja, en flugvirkjar hjá Landhelgisgæslu Íslands hafa boðað til ótímabundins verkfalls frá miðnætti 5. janúar, takist samningar ekki fyrir þann tíma.

„Í raun má segja að viðræðurnar gangi afturábak því ekkert hefur verið rætt um launakjör eftir að lögð var fram krafa ríkisins um að aftengja laun við almennan markað en hingað til hefur það fyrirkomulag verið við lýði að miða kjör flugvirkja Gæslunnar við kjör flugvirkja hjá Icelandair.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert