Jörð skelfur í Bárðarbungu

Bárðarbunga er á sífellri hreyfingu.
Bárðarbunga er á sífellri hreyfingu. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Skjálfti að stærðinni 4,5 varð í Bárðarbungu klukkan 11:35 í gær og annar að stærðinni 4,6 varð klukkan 22:23. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni urðu þrír aðrir skjálftar yfir 4 stig að stærð.  Alls hafa mælst rúmlega 60 jarðskjálftar í  Bárðarbungu síðan í gærmorgun. Voru sex þeirra við norðurenda kvikugangsins og allir minni en tvö stig.  
 
Smáskjálftahrina sunnan Langjökuls ,um 10 kílómetrum norðvestur af Geysi, hefur haldið áfram.
Um 50 jarðskjálftar hafa mælst á þeim slóðum síðan í gærmorgun klukkan níu.  Stærsti
skjálftinn var um 2,5  að stærð kl. 01:11 í nótt en upptök skjálftanna þar eru á um 2-3 kílómetra dýpi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert