Þúsundir eiga um sárt að binda í ár

Fjölskylduhjálp Íslands hefur aldrei borist eins mikið af gjöfum og …
Fjölskylduhjálp Íslands hefur aldrei borist eins mikið af gjöfum og í ár en bæði fyrirtæki og einstaklingar hafa verið einstaklega gjafmild. Ljósmynd/Fjölskylduhjálp Íslands

Á bilinu 1.400-1.500 fjölskyldur hafa leitað jólaaðstoðar til Hjálparstarfs kirkjunnar, svipaður fjöldi og í fyrra.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir  Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá hjálparsamtökunum, stærstan hluta þeirra sem þiggja aðstoð vera einstæða foreldra á öryrkjubótum. Þar á eftir koma barnmargar fjölskyldur og konur af erlendum uppruna með lágar tekjur.

Ragnheiður G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, segir þörfina mikla í ár og auk fjölskyldna þurfi námsmenn og eldri borgarar aðstoð yfir jólin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert