Laus af gjörgæslu eftir bruna

Hér má sjá eldhúsið þar sem eldurinn kom upp.
Hér má sjá eldhúsið þar sem eldurinn kom upp. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Konan sem lögð var inn á gjörgæslu Sjúkrahúss Akureyrar eftir eldsvoða á bænum Bjargi í Eyjafjarðarsveit hefur verið útskrifuð þaðan. Rannsókn lögreglunnar á brunanum er á lokastigi en grunur leikur á að eldur hafi kviknað í þurrofni fyrir matvæli.

Allt tiltækt slökkvilið á Akureyri var kallað út á fjórða tímanum aðfararnótt aðfangadags. Maður komst við illan leik út úr húsinu og gekk berfættur á næsta bæ, um hálfan kílómetra, til að biðja um aðstoð.

Þurrkofninn var í gangi yfir nóttina á meðan fólkið svaf. Að sögn lögreglu eru sót- og reykskemmdir í öllu húsinu og því var ekki hægt að dvelja þar á aðfangadagskvöld eða næstu daga.

Kona og maður um fimmtugt og kona sem komin er yfir nírætt dvaldi í húsinu. Parið dvaldi í kjallaranum og átti konan í erfiðleikum með að koma sér út úr húsinu.

Að sögn lögreglu var ofninn nýlegur og eigendur verslunarinnar sem selur ofninn fengið upplýsingar um málið.

Kviknaði í þurrkofni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert