Léttskýjað og kalt

Það voru margir sem nýttu sér góða veðrið í gær …
Það voru margir sem nýttu sér góða veðrið í gær til þess að hreyfa sig útivið. Allt útlit er fyrir að það viðri einnig vel til útiveru á höfuðborgarsvæðinu í dag. mbl.isÓmar Óskarsson

Fremur kalt er í veðri en á höfuðborgarsvæðinu er sex stiga frost og þrír metrar á sekúndu. Spáð er léttskýjuðu í dag en þykknar smám saman upp við Suður- og Vesturströndina. Á Akureyri er þriggja stiga frost og snjókoma.

Veðurspá fyrir næsta sólarhring:

Norðan og norðaustan 5-13 með éljum N- og A-til, en léttskýjað syðra. Lægir með morgninum og styttir upp, léttskýjað S- og V-til og yfirleitt hægviðri síðdegis. Suðlæg átt, 3-8 í kvöld og þykknar smám saman upp við S- og V-ströndina. Sunnan og suðvestan 8-15 í nótt og á morgun og allvíða dálítil væta um landið S-vert, en yfirleitt þurrt N- og A-lands. Frost 1 til 14 stig, kaldast inn til landsins. Hlýnar í nótt og á morgun og hiti víða 1 til 7 stig síðdegis.

Á sunnudag:
Sunnan og suðvestan 8-15 m/s og bjart með köflum A-til, en þykknar upp á V-landi. Hlýnandi veður, hiti 1 til 6 stig síðdegis, en um frostmark norðaustan- og austanlands. Hvassari um kvöldið.

Á mánudag:
Sunnan 13-20 m/s og rigning, en úrkomulítið NA-til. Mun hægari vestlæg átt vestast um kvöldið. Hiti 3 til 10 stig.

Á þriðjudag:
Suðvestan 5-13 m/s og él, en talsvert hvassari sunnanátt og rigning um austanvert landið fyrri hluta dags. Hiti 0 til 7 stig, mildast austantil.

Á miðvikudag (gamlársdagur):
Suðlæg átt, 8-13 m/s og slydda eða rigning, en úrkomulítið NA-lands. Hiti nálægt frostmarki.

Á fimmtudag (nýársdagur):
Breytileg og síðar vestlæg átt og él, en yfirleitt þurrt N- og A-lands. Frost víða 0 til 5 stig.

Á föstudag:
Áframhaldandi vestanátt með éljum, en þurrt A-lands. Kólnandi veður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert