Telur orkufyrirtæki ekki bótaskyld

Orkubú Vestfjarða.
Orkubú Vestfjarða. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Engar tjónstilkynningar hafa borist til Orkubús Vestfjarða um tjón raforkukaupenda vegna straumleysis sem varð í dreifbýli í Vesturbyggð.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar segir ljóst að fjölmörg fyrirtæki og bú hafi orðið fyrir tjóni vegna langvarandi rafmagnsleysis og kallar eftir upplýsingum um hvernig það verði bætt.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Kristján Haraldsson orkubússtjóri að þegar orkukaupendur verði fyrir tjóni af óviðráðanlegum orsökum séu orkufyrirtæki ekki skaðabótaskyld. Hann flokkar rafmagnsleysið á Barðaströnd og fleiri sveitum á Vestfjörðum undir óviðráðanlegar orsakir. Þá hafi gengið yfir eitt versta veður sem Vestfirðingar þekki til í langan tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert